Þessa uppskrift sá ég í Gestgjafanum og ákvað að prófa, mjög einfalt að gera en smá föndur að rúlla þessu upp. Okkur þykir þetta mjög gott og mæli ég alveg með þessu :)
2 kjúklingabringur
2 msk olía
300 g spínat (ég nota 200 g)
1 rauðlaukur, smátt saxaður
2-3 hvítlauksgeirar
200 g kotasæla
1 krukka fetaostur, olía sigtuð frá
2 msk fersk basilíka eða 2 tsk góð kryddblanda, t.d. oreganó, marjoram og tímían.
1 pakki ferskar lasagne plötur
ofan á:
1 dós tómatar
2-3 msk olía
1-2 msk fersk basilíka eða 1 tsk kryddblanda
3-4 msk rifinn parmasenostur (ég nota líka rifinn ost)
Skerið kjúklingabringurnar smátt og steikið í olíunni. Setjið spínatið í skál og hellið fullum katli af sjóðandi vatni yfir það. Sigtið spínatið og látið það kólna aðeins, kreistið mest af safanum og saxið það smátt.
Mýkið rauðlauk og hvítlauk á pönnu og blandið síðan saman við kjúklinginn, spínatið, kotasælu, fetaost og krydd, blandið vel saman. Hitið ofninn í 200°C.
Klippið pastaplötur í 2 renninga. Skiptið fyllingunni á pastaplöturnar, rúllið þeim upp og raðið þeim í smurt ofnfast form. Maukið niðursoðna tómata og bætið olíu og kryddi útí. Hellið blöndunni yfir pastað og stráið ostinum yfir. Breiðið álpappír yfir og bakið réttinn í 25 mín. Takið álpappírinn af og hafið réttinn aðeins lengur svo osturinn bráðni vel. Berið fram með salati og brauði.
Kjúklingurinn steiktur (ég salta og pipra hann aðeins)
Spínatið sigtað
og svo saxað
Kjúklingurinn, spínatið og laukurinn
Ferskt pasta
skorið niður í renninga
fyllingin
og svo rúllað saman
raðað í eldfast form
tómatsósan sett yfir
og svo osturinn
Tilbúið
Borið fram með salati og hvítlauksbrauði :)