Tuesday, August 20, 2013

Pastaréttur með kjúklingi og spínati

Þessa uppskrift sá ég í Gestgjafanum og ákvað að prófa, mjög einfalt að gera en smá föndur að rúlla þessu upp. Okkur þykir þetta mjög gott og mæli ég alveg með þessu :)

2 kjúklingabringur
2 msk olía
300 g spínat (ég nota 200 g)
1 rauðlaukur, smátt saxaður 
2-3 hvítlauksgeirar 
200 g kotasæla
1 krukka fetaostur, olía sigtuð frá 
2 msk fersk basilíka eða 2 tsk góð kryddblanda, t.d. oreganó, marjoram og tímían.
1 pakki ferskar lasagne plötur

ofan á:
1 dós tómatar
2-3 msk olía
1-2 msk fersk basilíka eða 1 tsk kryddblanda
3-4 msk rifinn parmasenostur (ég nota líka rifinn ost)

Skerið kjúklingabringurnar smátt og steikið í olíunni. Setjið spínatið í skál og hellið fullum katli af sjóðandi vatni yfir það. Sigtið spínatið og látið það kólna aðeins, kreistið mest af safanum og saxið það smátt. 
Mýkið rauðlauk og hvítlauk á pönnu og blandið síðan saman við kjúklinginn, spínatið, kotasælu, fetaost og krydd, blandið vel saman. Hitið ofninn í 200°C. 
Klippið pastaplötur í 2 renninga. Skiptið fyllingunni á pastaplöturnar, rúllið þeim upp og raðið þeim í smurt ofnfast form. Maukið niðursoðna tómata og bætið olíu og kryddi útí. Hellið blöndunni yfir pastað og stráið ostinum yfir. Breiðið álpappír yfir og bakið réttinn í 25 mín. Takið álpappírinn af og hafið réttinn aðeins lengur svo osturinn bráðni vel. Berið fram með salati og brauði. 


 Kjúklingurinn steiktur (ég salta og pipra hann aðeins)
 Spínatið sigtað
 og svo saxað
 Kjúklingurinn, spínatið og laukurinn 
 Ferskt pasta
 skorið niður í renninga
 fyllingin
 og svo rúllað saman
 raðað í eldfast form
 tómatsósan sett yfir
 og svo osturinn 
 Tilbúið
Borið fram með salati og hvítlauksbrauði :)

Monday, August 19, 2013

Súkkulaði bollakökur með marskremi

Ég bakaði þessar kökur fyrir mörgum mánuðum, myndirnar bara búnar að sitja í tölvunni minni og ég alltaf of löt til að setja þetta inn, en ekki lengur, hálfu ári seinna hahaha :)
Þessar kökur eru frekar þéttar í sér og að borða eina er alveg nóg, en kremið er mjög gott verð ég að segja, ég hef aldrei verið hrifin af smjörkremi en ákvað að prófa þetta og var mjög ánægð með það, silkimjúkt og gott á bragðið. Mig langar að prófa það á aðrar kökur næst sem eru kannski aðeins léttari í sér :)

235 g hveiti
1 msk lyftiduft
hnífsoddur af salti
125 ml soðið vatn
45 g kakó 
125 g smjör (við stofuhita)
250 g sykur
1 tsk vanilludropar
2 stór egg (við stofuhita)
180 ml mjólk (við stofuhita)

Sjóðið vatn í potti. Á meðan vatnið sýður, sigtið þá hveitið í skál ásamt lyftiduftinu og saltinu. 
Takið vatnið frá og blandið kakóinu út í, hrærið með skeið og leyfið kakóblöndunni að kólna í smástund.
Þeytið smjörið og sykurinn saman þangað til blandan er létt og ljós, bætið vanilludropunum út í og svo eru eggi sett út í eitt og eitt í einu og deigið unnið vel á milli.
Hveitiblöndunni er því næst blandað saman við og hrært, mjólkin sett út í í 2 skömmtum og unnið varlega saman. Hellið kakóblöndunni út í deigið í mjórri bunu og blandið saman. (ekki þeyta deigið of mikið) 
Setjið deigið í bollakökuform og bakið við 170°C í 20-25 mín.

Marskrem
80 g suðusúkkulaði
1 stk mars súkkulaði
250 g flórsykur
250 g smjör (við stofuhita)
80 ml rjómi

Brytjið súkkulaðið og marsið í smábita og bræðið yfir vatnsbaði. Blandan á að vera örlítið leðjukennd.
Leyfið súkkulaðinu að kólna á meðan flórsykurinn og smjörið er unnið vel saman eða þangað til blandan er orðin létt og ljós. Bætið örlítið af súkkulaðinu út í smjörblönduna og vinnið vel saman inná milli þess sem súkkulaðinu er bætt við. Rjómanum er síðan hellt útí kremið í lokin og unnið vel saman. 

 Vatnið og kókóið
Smjörið, sykurinn og eggin þeytt saman
 Búið að bæta hveitinu og mjólkinni út í 
 Kakóblöndunni bætt útí 
 Hellt í formin 
 Og tilbúnar :)
 Súkkulaðið og marsið brætt saman
 Flórsykurinn og smjörið þeytt vel saman
 Kremið tilbúið