Þessa uppskrift fann ég í eftirrétta bók Hagkaupa, ótrúlega auðvelt að búa til, bara passa að brenna ekki kexið. Kexið er frekar sætt og því ótrúleg gott að hafa mikið af jarðaberjum og smá rjóma til að jafna það út. Ég bakaði hálfa uppskrift fyrir smá "picknick" í Heiðmörk í sumar, það er að segja þennan eina af fáum sumardögum sem voru. Ég mæli með að setja kexið, jarðaberin og rjómann saman stuttu áður en það á að bera það fram þar sem að það er best að hafa kexið stökkt :)
Kókoskex:
260 gr. flórsykur
265 gr. kókosmjöl
30 gr. smjör
5 stk. egg
Fersk jarðaber
þeyttur rjómi
súkkulaði
Hitið ofninn í 170°C.
Bræðið smjör. Blandið flórsykri og kókosmjöli saman í skál, bætið bræddu smjöri saman við. Setjið eggið útí eitt í einu og hrærið saman á hægum hraða.
Setjið um 2 msk. af deiginu (ég held ég hafi gert minni en það) á bökunarpappír með reglulegu millibili og smyrjið í hringi. Bakið við 170°C í 12 mín, eða þar til gullin litur er kominn á kexið.
Kælið og athugið að kexið geymist vel (ég setti afganginn í frysti).
Setjið smá rjóma á botninn á kexinu og raðið svo jarðaberjum ofaná, setjið smá meiri rjóma og svo kexið ofaná. Skreytið með súkkulaði og jarðaberjum.
Þunnt og stökkt kex :)
No comments:
Post a Comment