Wednesday, February 12, 2014

Ostakaka í glasi

Rosalega einfaldur og góður eftirréttur og mæli ég algjörlega með þessu. 
Hins vegar ákvað ég að setja þessa uppskrift með mínum "breytingum", hér inn þar sem mér fannst t.d. uppskriftin af kex"botninum" alltof stór miðað við magnið af ostinum.

Passar fyrir 4.

90 gr. Digestive kexkökur
35 gr. Lu Bastogne kexkökur
70 gr. Smjör, brætt. 
2 tsk. Púðursykur

120 gr. Rjómi
25 gr. Flórsykur
Fræ úr 1 vanillustöng
1 tsk. Vanilla Extract/dropar
200 gr. Philadelphia rjómaostur

ca. 80-100 gr. Dökkt súkkulaði, brætt. 
Fersk ber að eigin vali, ég notaði jarðaber

 Aðferð 

Kex og púðursykur sett í poka og lamið með kökukefli þangað til vel mulið (mér finnst allt í lagi að hafa smá stærri bita líka en reyna mylja vel). Kexið sett í skál og smjörinu hellt út í, hræra saman með gaffli. Kælið í ískáp þangað til á að bera fram.

Setjið rjómann  flórsykurinn, vanillu fræ og vanilla extract/dropa saman í skál og þeytið. Setjið rjómaostinn í aðra skál og hrærið í smá stund, blandið svo rjómablöndunni saman við rjómaostinn og hrærið vel í um það bil tvær mínútur, setjið svo inn í ískáp og kælið þangað til á að bera fram, gott að kæla í minnst 2-3 klukkustundir.

Skerið jarðaberin í bita og bræðið svo súkkulaði yfir vatnsbaði/í örbylgjuofni eða í potti á lágum hita

Svo er bara að setja þetta saman í falleg glös. Byrja á því að setja kexið í botninn og svo ágæta skeið af ostablöndunni, jarðaberin þar ofan á og svo brætt súkkulaði yfir og svo bara endurtaka þetta allt og þá er kominn SVO góður eftirréttur sem hefur ekki klikkað hingað til :)


Á því miður ekki betri mynd, en ómæ hvað mig langar í svona núna!!



No comments:

Post a Comment