Saturday, April 12, 2014

Fyrir og eftir: bakaraofninn

Ég hef alltaf svo gaman af því að sjá fyrir og eftir myndir, þannig að ég ætla að reyna að koma með það hérna inn á milli :)

Ég ætla að byrja á því að viðurkenna að eitt það leiðinlegasta sem ég veit um er að þrífa ofna, bakaraofninn minn  hefur alveg fundið fyrir því og ef ég á að vera hreinskilin þá man ég ekki hvenær ég þreif hann síðast (enda munu myndirnar sína það vel) :/

En yndisleg kona sem heitir Hrönn sagði mér frá ofnhreinsi sem er eiginlega fáránlegur, hún sýndi mér ofn sem hún hafði verið nýbúin að þrífa og hann var eins og nýr! Svo var hún svo indæl að gefa mér brúsann og eftir að hafa séð hinn ofninn varð ég bara smá spennt að prófa þetta á minn og vildi deila með ykkur útkomunni.
Ég vil benda á það að ég hef oft þrifið plötuna og grindina en aldrei séð neinn mun.. svona þangað til núna.

Ég held ég láti myndirnar tala sínu máli
FYRIR:
Botninn, úff


Ofnskúffan og grindin, ég átti varla orð hvað þetta var skítugt
Hurðin


EFTIR:
 smá munur ;)
 Nánast eins og nýtt!!
 Ofnhurðin, þessar línur eru innan á glerinu þannig að ég náði ekki að þrífa þær í burtu.
 Mjög ánægð með útkomuna :)

Ég læt að sjálfsögðu mynd af ofnhareinsinum fylgja, fæst í Ormsson og notkunarleiðbeiningarnar eru aftan á, + að það er voða lítil lykt sem verður eftir þannig að ég mæli algjörlega með þessu!! 

Og svo vil ég að sjálfsögðu enda á því að segja: Takk Hrönn,  :)




No comments:

Post a Comment