Ég fann þessa uppskrift á netinu á ensku og ákvað að prufa hana. Biscotti hefur reyndar aldrei verið í uppáhaldi hjá mér, hefur alltaf fundist það of hart og of þurrt. En ég verð að segja að þessi uppskrift breytti því algjörlega, hún var alveg þess virði.
Það tekur enga stund að búa til deigið en það er smá dund við það að baka biscotti, kannski þess vegna sem þær eru svona góðar :) Ég breytti ýmsu frá ensku uppskriftinni og því kem ég hér með uppskriftina "mína"
3 1/4 bolli hveiti
1 msk. lyftiduft
1/3 tsk. salt
1 1/2 bolli sykur
150 gr. smjör (brætt)
3 stk. stór egg
2 tsk. vanilludropar
2 msk. safi úr appelsínu
1 msk. appelsínubörkur
1 bolli möndlur (ég notaði heilar og saxaði þær niður)
1 stk. eggjahvíta
Hitið ofninn í 180°C.
Sigtið saman hveiti, lyftiduft og salt í eina skál.
Hrærið saman í aðra skál, sykur, brætt smjör, 3 egg, vanilludropar, appelsínusafi og appelsínubörkur.
Bætið hveiti blöndunni í skálina með eggjablöndunni og hrærið saman með tré skeið þangað til allt er vel blandað saman (ef deigið er of blautt, bætið þá aðeins meira hveiti við) og svo er söxuðu möndlunum bætt saman við deigið.
Skiptið deiginu í 2 hluta. Búið til 2 lengjur (ca. 34 cm á lengd og 8 cm á breidd) og setijð á bökunarpappír með ágætt bil á milli. Hrærið svo eggjahvítuna þangað til hún er orðin froðukennd og penslið yfir lengjurnar.
Bakið í ca. 30 mín. eða þangað til deigið er orðið gullin brúnt á lit.
Kælið þá lengjurnar í ca. 25 mín. (ekki slökkva á ofninum) og skerið þær svo í ca. 1 1/2 cm. breiðar sneiðar. Raðið þá lengjunum á bökunarpappírinn aftur og bakið í ca.12 mín. snúið þá biscotti-inu við og bakið í 8 mín. í viðbót.
Yndislega góðar með kaffi eða tei :)
Innihaldið :)
Yndislegt að dýfa í kaffið.
Einnig sniðugt til að gefa.
mmm.. girnilegt! ..en svona þér að segja, ef þú ætlar að blogga mikið um bakstur, viltu þá endilega skrifa deig og deigið svo "deyg" og "deygjið" skeri ekki í augun mín ;)
ReplyDeletelove - frænkan E.S
haha.. vá já ég skal gera það Eyrún mín ;) er búin að laga þetta, fannst þetta reyndar alltaf eitthvað vitlaust en var einhvernmegin ekki að sjá það :)
ReplyDelete