Sunday, September 4, 2011

Frosinn jarðaberja daiquiri

Ég var búin að lofa vinkonum mínum kokteil kvöldi og stóð loks við það á föstudaginn. 
Ég ákvað að prófa að búa til jarðaberja daiquiri sem sló í gegn hjá okkur.
Ég fann uppskriftina á netinu og var hann alveg ótrúlega góður og frískandi. Langað að deila uppskriftinni og mæli algjörlega með þessum kokteil. 

Uppskrift fyrir 3-4 (3 stór glös eða 4 minni glös)

250 ml. Romm (ég notaði Bacardi limón)
140 ml. Lime safi 
80 gr.   Sykur 
450 gr. Frosin jarðaber


Setjið romm, lime safa og sykur í blandarann og blandið þangað til sykurinn er búinn að leysast upp. 
Bætið þá jarðaberjunum við (gott að setja í ca. þremur skömmtum ofaní blandarann) og blandið vel.
Má einnig bæta við klaka og sódavatni. Ég bætti örlitlu af hvoru í mína kokteila til að þynna hann smá.
Svo bara hellt í glös og njóta :)

                                                     Innihaldið
                                                 Fallegur litur á kokteilnum.
                                                     Ótrúlega góður kokteill.
Spilaði þetta drykkjuspil (sem ég bjó til, rosalega auðvelt að búa til og mjög skemmtilegt að spila við vini)  við vinkonur mínar og skemmtum við okkur konunglega. 


No comments:

Post a Comment