Sunday, April 20, 2014

Fyrir og eftir: Draslskúffan

Draslskúffan! Ég er sannfærð um að það er til allavega ein draslskúffa á hverju heimili, hjá okkur var hún eiginlega komin út í öfgar þannig að ég ákvað að taka til, hólfa hana niður og reyna að ná smá skipulagi á hana. Segi ekki meir, leyfi bara myndunum að sýna breytinguna (skipulagsfríkið ég varð ánægt með þetta) :)



Saturday, April 12, 2014

Fyrir og eftir: bakaraofninn

Ég hef alltaf svo gaman af því að sjá fyrir og eftir myndir, þannig að ég ætla að reyna að koma með það hérna inn á milli :)

Ég ætla að byrja á því að viðurkenna að eitt það leiðinlegasta sem ég veit um er að þrífa ofna, bakaraofninn minn  hefur alveg fundið fyrir því og ef ég á að vera hreinskilin þá man ég ekki hvenær ég þreif hann síðast (enda munu myndirnar sína það vel) :/

En yndisleg kona sem heitir Hrönn sagði mér frá ofnhreinsi sem er eiginlega fáránlegur, hún sýndi mér ofn sem hún hafði verið nýbúin að þrífa og hann var eins og nýr! Svo var hún svo indæl að gefa mér brúsann og eftir að hafa séð hinn ofninn varð ég bara smá spennt að prófa þetta á minn og vildi deila með ykkur útkomunni.
Ég vil benda á það að ég hef oft þrifið plötuna og grindina en aldrei séð neinn mun.. svona þangað til núna.

Ég held ég láti myndirnar tala sínu máli
FYRIR:
Botninn, úff


Ofnskúffan og grindin, ég átti varla orð hvað þetta var skítugt
Hurðin


EFTIR:
 smá munur ;)
 Nánast eins og nýtt!!
 Ofnhurðin, þessar línur eru innan á glerinu þannig að ég náði ekki að þrífa þær í burtu.
 Mjög ánægð með útkomuna :)

Ég læt að sjálfsögðu mynd af ofnhareinsinum fylgja, fæst í Ormsson og notkunarleiðbeiningarnar eru aftan á, + að það er voða lítil lykt sem verður eftir þannig að ég mæli algjörlega með þessu!! 

Og svo vil ég að sjálfsögðu enda á því að segja: Takk Hrönn,  :)




Wednesday, April 2, 2014

Meira til :)

Meira til, já þessi síða heitir víst matur og meira til og hingað til hef ég bara sett inn uppskriftir, þannig að ég held að það sé bara kominn tími á Meira til partinn :) 
Ég get líka ímyndað mér að ég verði duglegri að setja eitthvað hér inn þar sem að ég hef nógan tíma þessa dagana...

En ég fór í Ikea í gær að stússast aðeins (endaði á því að Rabbi dró mig út, á það til að þurfa að skoða allt þarna) og verð bara að segja frá því hvað ég fann fallegan gjafapappír og merkimiða, er mega sátt þar sem mig vantaði einmitt pappír til að pakka inn brúðkaupsgjöf til vina okkar, pappírinn er þykkur og flottur og merkimiðarnir mega krúttlegir, ég er happy :)



 Ég fann hringi sem ég er löngu hætt að nota og límdi á pappírinn :)
 Merkimiðarnir :)

 og flotti pappírinn
Besta leiðin til að geyma gjafapappír, geymsla undir poka frá Ikea ;)

Og já.. þessi færsla er ekki styrkt af Ikea.. haha ;)

Wednesday, February 12, 2014

Ostakaka í glasi

Rosalega einfaldur og góður eftirréttur og mæli ég algjörlega með þessu. 
Hins vegar ákvað ég að setja þessa uppskrift með mínum "breytingum", hér inn þar sem mér fannst t.d. uppskriftin af kex"botninum" alltof stór miðað við magnið af ostinum.

Passar fyrir 4.

90 gr. Digestive kexkökur
35 gr. Lu Bastogne kexkökur
70 gr. Smjör, brætt. 
2 tsk. Púðursykur

120 gr. Rjómi
25 gr. Flórsykur
Fræ úr 1 vanillustöng
1 tsk. Vanilla Extract/dropar
200 gr. Philadelphia rjómaostur

ca. 80-100 gr. Dökkt súkkulaði, brætt. 
Fersk ber að eigin vali, ég notaði jarðaber

 Aðferð 

Kex og púðursykur sett í poka og lamið með kökukefli þangað til vel mulið (mér finnst allt í lagi að hafa smá stærri bita líka en reyna mylja vel). Kexið sett í skál og smjörinu hellt út í, hræra saman með gaffli. Kælið í ískáp þangað til á að bera fram.

Setjið rjómann  flórsykurinn, vanillu fræ og vanilla extract/dropa saman í skál og þeytið. Setjið rjómaostinn í aðra skál og hrærið í smá stund, blandið svo rjómablöndunni saman við rjómaostinn og hrærið vel í um það bil tvær mínútur, setjið svo inn í ískáp og kælið þangað til á að bera fram, gott að kæla í minnst 2-3 klukkustundir.

Skerið jarðaberin í bita og bræðið svo súkkulaði yfir vatnsbaði/í örbylgjuofni eða í potti á lágum hita

Svo er bara að setja þetta saman í falleg glös. Byrja á því að setja kexið í botninn og svo ágæta skeið af ostablöndunni, jarðaberin þar ofan á og svo brætt súkkulaði yfir og svo bara endurtaka þetta allt og þá er kominn SVO góður eftirréttur sem hefur ekki klikkað hingað til :)


Á því miður ekki betri mynd, en ómæ hvað mig langar í svona núna!!



Monday, January 20, 2014

Karrýfiskur með hrísgrjónum

Ég er svo heppin að eiga bróðir sem er sjómaður og fæ því alltaf nóg af fisk, frystirinn hjá mér er fullur af ýsu, þork og skötusel og er ég alltaf að reyna að finna góðar fiskuppskriftir til að prófa, svona svo maður fái ekki leið á því að borða alltaf það sama.
Þessa uppskrift fann ég í gamalli möppu síðan ég var í grunnskóla, ég er reyndar búin að breyta henni, þannig að hérna er mín uppskrift af karrýfisk með hrísgrjónum, sveppum, eplum og ananas.
(Ég skrifa ekki mælieiningar fyrir sveppina, eplin og ananasinn en ég notaði 4 stóra sveppi, 3/4 epli og eina litla dós af anaskurli, en þetta er allt eftir smekki hvers og eins. :) )

1 fiskiflak
2 dl. hrísgrjón (ég notaði einn 125 gr. poka)
2 dl súrmjólk, allt í lagi líka að nota AB mjólk
4 msk létt majónes
2 tsk. karrý
salt
svartur pipar
sveppir
grænt epli
ananaskurl
og rifinn ostur

Hitið ofninn í 200°C
Sjóðið hrísgrjónin  og á meðan hrærið saman í skál súrmjólk, léttmajónes, karrý og salt.
Setjið soðin hrísgrjónin í smurt, eldfast mót. Skerið fiskinn í bita, saltið og piprið og raðið honum yfir hrísgrjónin. Skerið eplið í bita og sveppina í sneiðar og dreifið yfir fiskinn ásamt ananaskurlinu.
Hellið karrýsósunni yfir réttinn og bakið í miðjum ofni við 200°C í 20-30 mín.
Stráið osti yfir réttinn og bakið áfram þar til osturinn hefur fengið fallegan lit.


 Sósan tilbúin
 Hrísgjónin og fiskurinn komin í eldfast mót.
 Sveppum, epli og ananas dreift yfir..
 og sósunni.
Tilbúinn.. hann var svo góður og gott að borða hvítlauksbrauð með :)


Tuesday, September 10, 2013

Kókoskex með jarðaberjum

Þessa uppskrift fann ég í eftirrétta bók Hagkaupa, ótrúlega auðvelt að búa til, bara passa að brenna ekki kexið. Kexið er frekar sætt og því ótrúleg gott að hafa mikið af jarðaberjum og smá rjóma til að jafna það út. Ég bakaði hálfa uppskrift fyrir smá "picknick" í Heiðmörk í sumar, það er að segja þennan eina af fáum sumardögum sem voru. Ég mæli með að setja kexið, jarðaberin og rjómann saman stuttu áður en það á að bera það fram þar sem að það er best að hafa kexið stökkt :)

Kókoskex:
260 gr. flórsykur
265 gr. kókosmjöl
30   gr. smjör
5    stk. egg

Fersk jarðaber
þeyttur rjómi 
súkkulaði

Hitið ofninn í 170°C.

Bræðið smjör. Blandið flórsykri og kókosmjöli saman í skál, bætið bræddu smjöri saman við. Setjið eggið útí eitt í einu og hrærið saman á hægum hraða.
Setjið um 2 msk. af deiginu (ég held ég hafi gert minni en það) á bökunarpappír með reglulegu millibili og smyrjið í hringi. Bakið við 170°C í 12 mín, eða þar til gullin litur er kominn á kexið.
Kælið og athugið að kexið geymist vel (ég setti afganginn í frysti).
Setjið smá rjóma á botninn á kexinu og raðið svo jarðaberjum ofaná, setjið smá meiri rjóma og svo kexið ofaná. Skreytið með súkkulaði og jarðaberjum.



 Þunnt og stökkt kex :)


Tuesday, August 20, 2013

Pastaréttur með kjúklingi og spínati

Þessa uppskrift sá ég í Gestgjafanum og ákvað að prófa, mjög einfalt að gera en smá föndur að rúlla þessu upp. Okkur þykir þetta mjög gott og mæli ég alveg með þessu :)

2 kjúklingabringur
2 msk olía
300 g spínat (ég nota 200 g)
1 rauðlaukur, smátt saxaður 
2-3 hvítlauksgeirar 
200 g kotasæla
1 krukka fetaostur, olía sigtuð frá 
2 msk fersk basilíka eða 2 tsk góð kryddblanda, t.d. oreganó, marjoram og tímían.
1 pakki ferskar lasagne plötur

ofan á:
1 dós tómatar
2-3 msk olía
1-2 msk fersk basilíka eða 1 tsk kryddblanda
3-4 msk rifinn parmasenostur (ég nota líka rifinn ost)

Skerið kjúklingabringurnar smátt og steikið í olíunni. Setjið spínatið í skál og hellið fullum katli af sjóðandi vatni yfir það. Sigtið spínatið og látið það kólna aðeins, kreistið mest af safanum og saxið það smátt. 
Mýkið rauðlauk og hvítlauk á pönnu og blandið síðan saman við kjúklinginn, spínatið, kotasælu, fetaost og krydd, blandið vel saman. Hitið ofninn í 200°C. 
Klippið pastaplötur í 2 renninga. Skiptið fyllingunni á pastaplöturnar, rúllið þeim upp og raðið þeim í smurt ofnfast form. Maukið niðursoðna tómata og bætið olíu og kryddi útí. Hellið blöndunni yfir pastað og stráið ostinum yfir. Breiðið álpappír yfir og bakið réttinn í 25 mín. Takið álpappírinn af og hafið réttinn aðeins lengur svo osturinn bráðni vel. Berið fram með salati og brauði. 


 Kjúklingurinn steiktur (ég salta og pipra hann aðeins)
 Spínatið sigtað
 og svo saxað
 Kjúklingurinn, spínatið og laukurinn 
 Ferskt pasta
 skorið niður í renninga
 fyllingin
 og svo rúllað saman
 raðað í eldfast form
 tómatsósan sett yfir
 og svo osturinn 
 Tilbúið
Borið fram með salati og hvítlauksbrauði :)