Ég er alltaf að leita að hinum fullkomnu muffins, þessum sem eru dúnmjúkar, með smá "crispy" topp og ekki of sætar og ég held að ég hafi fundið það í þessum. Ég fann uppskriftina á netinu en eins og venjulega breytti ég smá, þannig að hér er mín uppskrift :)
Innihald: (12 muffins)
1 1/2 bolli hveiti
1 tsk. matarsódi
1 tsk. lyftiduft
1/2 tsk. salt
3/4 tsk. kanill
3 stk. bananar, stappaðir
3/4 bollar sykur (150 gr.)
1 stk. egg, létt pískað
75 gr. smjör, brætt
1/4 tsk. vanilludropar
70 gr. púðursykur
2 msk. hveiti
1/4 tsk. kanill
15 gr. smjör, við stofuhita
Hitið ofninn í 190°C
Blandið saman í stóra skál, hveiti, matarsóda, lyftiduft, salt og kanil. Í aðra minni skál hrærið vel saman egginu, sykri, bönunum, vanilludropum og bræddu smjörinu.
Hellið svo bananablöndunni í skálina með hveitinu og hrærið þangað til allt er blandað saman.
Setjið svo deigið í muffins form, passar í 12 form hjá mér.
Blandið svo saman í litla skál, púðursykri, 2 matskeiðum hveiti, kanil og 15 gr. smjöri og blandið vel saman.
Dreifið þessu svo yfir muffinsið.
Bakið í 18-20 mín við 190°C.
Innihaldið
Bananablöndunni hellt í hveitiblönduna
Púðursykurblandan kominn á allar muffinsin og þær á leiðinni í ofninn
Æðislega góðar með ísköldu mjólkurglasi :)
Bananablöndunni hellt í hveitiblönduna
Púðursykurblandan kominn á allar muffinsin og þær á leiðinni í ofninn
Æðislega góðar með ísköldu mjólkurglasi :)