500 gr. nautahakk
800 gr. tómatsósa í dós
1 lítil dós tómat púrra
2 stk. egg
1 stk. laukur, skorinn í bita
1/2 bolli vatn
Brauðmylsna
Rifinn parmasen ostur
basillika, rifin eða skorin í bita
steinselja
olía
salt
pipar
Tómatsósan :
Hitið pönnu og hellið olíu útá, bætið við lauknum og basillikunni. Steikið í ca. 2 mínútur og bætið þá tómatsósunni, púrrunni og smá salti við og hrærið.
Eldið þetta á miðlungshita í 10 - 15 mínútur.
Á meðan er gott að búa til kjötbollurnar.
Setjið saman í stóra skál, nautahakk, brjótið eggin útí, smá salt og pipar, steinselja skorin smátt, parmasen osturinn og brauðmylsnan. (ekki setja of mikið af brauðmylsnu því þá verða bollurnar of þurrar.)
Blandið þessu vel saman með höndunum og búið svo til litlar bollur.
Setjið svo bollurnar útí tómatsósuna með smá bil á milli þeirra, hreyfið mjög varlega við þeim svo að þær brotni ekki í sundur. Hellið 1/2 bolla af vatni yfir og setjið lok á pönnuna.
Eldið í 5 mínútur og hrærið þá aðeins í pönnunni án þess að eyðileggja bollurnar.
Eldið svo bollurnar áfram í 15 mínútur og þá ættu þær að vera tilbúnar.
Gott að bera fram með spagetti :)
Innihaldið í bollurnar
Laukur og basillikaTómatsósan og púrran komin útí
Bollurnar undirbúnar
Búið að móta bollurnarBollurnar settar útí tómatsósuna
Það verður að vera spagetti með ítölskum kjötbollum
Spagettí og ítalskar kjötbollur.. bon appetit :)
Nömmm nömmmm þetta eru sko góðar kjötbollur :)
ReplyDelete