Uppskriftin af púðursykurmarens (2 botnar)
4 stk. eggjahvítur
200 gr. púðursykur
105 gr. sykur
Öllu skellt saman í skál og blandað vel saman eða þangað til deigið er orðið þykkt og ljóst.
Teiknið 2 jafnstóra hringi á tvö blöð af bökunarpappír og skiptið svo deiginu jafnt á milli og fyllið upp í hringinn.
Bakið við 150°c í 40-60 mínútur.
Innihaldið á milli botnanna og ofaná :
1/2 l. rjómi
4 stk. kókosbollur
1 stórt snickers
1 stórt mars
Jarðaber, kiwi eða bláber eða hvaða ávextir sem þið viljið.
Byrjið á því að skera ávextina niður sem þið ætlið að nota.
Þeytið mest allan rjómann og smyrjið yfir allan neðri botninn (ég skil alltaf smá eftir, til að búa til sósuna ofan á kökuna, svo ég þurfti ekki að nota aðra fernu af rjóma).
Skerið svo kókosbollurnar í tvennt langsum og raðið ofan í rjómann. Bætið svo ávöxtunum að vild yfir og setjið hinn botninn ofaná.
Setjið snickers-ið, mars-ið og örlítið af rjóma í pott og bræðið saman. Leyfið sósunni aðeins að kólna áður en þið hellið yfir kökuna og skreytið svo með meiri ávöxtum.
No comments:
Post a Comment