Friday, February 1, 2013

Indversk kjúklingasúpa

Ég er rosalega hrifin af súpum og held ég geti alveg sagt að þetta er mín uppáhalds súpa.
Fann þessa uppskrift á netinu fyrir ca. 2 árum og féll strax fyrir henni, eina er að ég geri hana alltof sjaldan.
Mér finnst langbest að bera hana fram með sýrðum rjóma og ferskjum og heimatilbúnu nan brauði (set uppskrift af því hér inná á morgun). :)

1 sæt kartafla
1-2 msk. olía
1 laukur eða rauðlaukur
Börkur af hálfri sítrónu
2-3 hvítlauksrif
1/4 tsk. cayenne pipar
500-600 gr. kjúklingabringur
1 msk. karrý
1 l. kjúklingakraftur (vatn og teningur)
sjávarsalt
1 dós (400 ml. fituskert kókosmjólk
1 dós soðnar kjúklingabaunir
fersk kóreanderlauf

1 dós sýrður rjómi
1/2 lítil dós niðursoðnar ferskjur

Byrjið á því að undirbúa með því að saxa laukinn, skera kartöflurnar í teninga, takið utan af hvítlauksrifunum og skerið kjúklinginn í bita.
Hitiði olíu í frekar stórum potti. Byrjið á því að steikja kartöfluteningana þangað til smá mjúkir, bætið þá lauknum út í og hrærið þangað til hann fer að mýkjast.
Rífið sítrónubörkinn ofaní, pressið hvítlaukinn og bætið við ásamt cayenne piparnum. Látið krauma í 2-3 mín.
Setjið nú kjúklingabitana saman við og steikið með í nokkrar mínútur. Stráið karrý yfir og hrærið vel saman.
Hellið kjúklingasoðinu yfir og látið suðuna koma upp, bragðbætið með salti og sjóðið í ca. 5 mínútur.
Látið þá renna af kjúklingabaununum og hellið þeim ásamt kókosmjólkinni útí pottinn og látið malla vel í 6-8 mínútur í viðbót.
Saxið niður ferskan kóreander og stráið yfir rétt áður en súpan er borin fram.

Setjið 1 dós af sýrðum rjóma í skál og hrærið, takið niðursoðnu ferskjurnar, þurrkið aðeins af þeim með eldhúspappír og skerið þær í litla bita og hrærið við sýrða rjómann.
Mjög gott að setja eina skeið af þessu út á súpuna og borða nan brauð með :)

Innihaldið í súpuna. Ég bætti smá papriku útí líka :)
Kjúklingurinn, grænmetið og kryddin komin í pottinn.  Kjúklingasoðinu bætt útí.
Súpan tilbúin og sýrði rjóminn kominn útí.. algört æði :)







No comments:

Post a Comment