Sunday, January 13, 2013

Fyllt kartöfluhýði

Eftir áramótamatinn átti ég nokkrar bökunarkartöflur í afgang og þar sem mig langaði ekki bara í venjulega bakaða kartöflu ákvað ég að prufa uppskrift sem ég sá í þátt hjá Nigellu.

Það sem þarf er:

Bökunar kartöflur
Vorlaukur
Sýrður rjómi
Ostur
Worcestershire sósa
Salt og pipar
og extra stökkt beikon til að toppa þær :)

Ég set engar mælieiningar með þar sem að þetta er bara mest eftir smekk. En svona til að gefa ykkur einhverja hugmynd þá var með 3 kartöflur og notaði 2 vorlauka, ca. 1-2 msk. sýrðan rjóma, ca. 100 gr. ost 1-2 tsk. worcestershire sósu og svo smá salt og aðeins meira af pipar.

Byrjið á því að þrífa kartöflurnar vel með köldu vatni og þurrka þær með hreinu viskastykki, bakið svo kartöflurnar í ofni við 200°C þangað til þær eru orðnar mjúkar alveg í gegn.
Skerið þær í tvennt og skafið úr karftöflunni með skeið ofan í skál og setjið hýðin (sem eiga að vera einskonar skál þegar búið er að skafa innan úr þeim) í eldfast mót.

Skerið vorlaukinn í bita og bætið út í skálina ásamt sýrðum rjóma, osti, worcestershire sósu og salti og pipar. Stappið þetta svo saman með gaffli og fyllið hýðin með blöndunni. Gott er að bæta smá meiri osti ofan á kartöflurnar. Svo eru þær bakaðar í ofni við 200°C þangað til osturinn er orðinn gullin brúnn.

Beikonið steikt extra vel og svo brotið niður í smá bita og stráð yfir kartöflurnar þegar þær eru tilbúnar.


Kartöflurnar bakaðar og orðnar mjúkar í gegn.
Búin að skafa innan úr kartöflunum og "skálarnar" tilbúnar.
Allt innihaldið komið í skál, svo er bara að stappa saman með gaffli.
Kartöflurnar tilbúnar til að fara aftur inní ofn.
Kartöflurnar tilbúnar og búið að toppa þær með beikoni, best finnst mér að leyfa þeim aðeins að kólna áður en þær eru borðaðar (með hýðinu og öllu) :)

No comments:

Post a Comment