Friday, January 4, 2013

Mangókjúklingur

Þar sem að ég er afskaplega eirðarlaus þessa dagana og veit ekki alveg hvað ég á að gera við sjálfan mig þá ákvað ég að prufa þetta aftur, veit ekki hvort ég endist eitthvað, en hendi ef til vill einni og einni uppskrift hér inn þegar ég nenni.

Ætla að byrja á ofur einfaldri kjúklinga uppskrift.

6 kjúklingabringur
1 krukka Mangó Chutney milt
1/4 - 1/2 l. matreiðslurjómi
1 - 2 tsk. karrý
salt, pipar, olía og hvítlauksduft
(chili blanda, má sleppa)

Hitið ofninn í 200°C

Byrjað á því að skera kjúklingabringurnar í bita. Steikið svo bitana uppúr olíu á pönnu og kryddið með salti, pipar og hvítlauksdufti. Setjið svo bitana í eldfast mót.

Karrý, (smá chili blanda), mangó chutney og rjómi er soðið upp á pönnunni og svo hellt yfir kjúklinginn.
Eldað í ofni í ca. 20 mínútur við 200°c.

Gott að bera fram með hrísgrjónum, salati og nan brauði.


Innihaldið, mæli samt með að nota matreiðslurjóma :)

Kjúklingurinn í eldföstu móti og sósunni hellt yfir.

Kjúklingurinn tilbúinn með hrísgrjónum.

No comments:

Post a Comment