Ætla að byrja á ofur einfaldri kjúklinga uppskrift.
6 kjúklingabringur
1 krukka Mangó Chutney milt
1/4 - 1/2 l. matreiðslurjómi
1 - 2 tsk. karrý
salt, pipar, olía og hvítlauksduft
(chili blanda, má sleppa)
Hitið ofninn í 200°C
Byrjað á því að skera kjúklingabringurnar í bita. Steikið svo bitana uppúr olíu á pönnu og kryddið með salti, pipar og hvítlauksdufti. Setjið svo bitana í eldfast mót.
Karrý, (smá chili blanda), mangó chutney og rjómi er soðið upp á pönnunni og svo hellt yfir kjúklinginn.
Eldað í ofni í ca. 20 mínútur við 200°c.
Gott að bera fram með hrísgrjónum, salati og nan brauði.
Innihaldið, mæli samt með að nota matreiðslurjóma :)
Kjúklingurinn í eldföstu móti og sósunni hellt yfir.
Kjúklingurinn tilbúinn með hrísgrjónum.
No comments:
Post a Comment