Einnig finnst mér sniðugt að elda svolítið of mikið af því og borða þá í afgang næsta dag eða setja í frysti og borða seinna. Ég bætti smá auka grænmeti í lasagne-að mitt en set það ekki inní uppskriftina hér að neðan þar sem að það er alveg eftir smekk hvort maður vill það eða ekki.
Innihald fyrir ca. 4
Kjötsósan
500 gr. nautahakk
1 laukur, saxaður
100 gr. beikon, skorið í bita
1 dós tómatpúrra
1 dl. vatn
2-3 hvítlauksrif, saxað fínt
1 lítil dós "tómatsósa"
1 nautakraftsteningur
oregano
salt og pipar
Lasagne plötur
Rifinn ostur
Bechamel sósa
25 gr. smjör
30 gr. hveiti
mjólk
salt og pipar
ostur (eftir smekk, ég nota það sem ég á hverju sinni, ég notaði rjómaost og pepperóníost núna og kom það mjög vel út)
Byrjið á því að hita ofninn í 200°C.
Brúnið laukinn og beikonið á vel heitri pönnu, nautahakkinu er svo bætt við og brúnað. Því næst bætið við hvítlauksrifunum, tómatpúrrunni, nautakraftsteningnum og vatninu og blandið vel saman. Tómatsósunni er svo bætt út í og kryddað með oregano, salti og pipar eftir smekk.
Til þess að búa til bechamel sósuna setjið þá smjörið og hveitið saman í pott og hrærið vel saman, því næst er mjólkinni helt útí í smá skömmtum og hrært vel á milli svo að sósan verði ekki kekkjótt. Haldið þessu áfram þangað til þetta lítur út eins og frekar þykk súpa, bætið þá ostunum, salti og pipar eftir smekk.
Ég mæli með að leggja lasagne plöturnar í bleyti í kalt vatn í smá stund áður en lasagne-inu er raðað saman, það ætti að tryggja að þær séu eldaðar í gegn þegar osturinn er orðinn gullin brúnn.
Þá er bara að raða þessu öllu saman, byrja á kjötsósunni því næst ostasósunni og svo lasagne plötunum og enda á kjötsósu efst og strá svo rifnum osti yfir allt saman og baka í ofni við 200°C þangað til osturinn er gullin brúnn.
Gott að bera fram með fersku salati og hvítlauksbrauði.
Innihaldið
Byrjaði á því að brúna laukinn og beikonið og bætti svo hinu grænmetinu við.
Kjötsósan tilbúin.
Hveiti og smjör hrært vel saman. Bechamel sósan tilbúin.
Lasagne-anu raðað saman.
Tilbúið til að fara inní ofn.
Nomm :)
No comments:
Post a Comment