Við erum orðin algjörlega háð þessu hrökkbrauði á okkar heimili, þannig að þegar það klárast er ég fljót að henda í aðra uppskrift.
Þetta er algjör snilld, ofur einfalt að gera, tekur enga stund og er ótrúlega gott og ekki skemmir fyrir hvað þetta er hollt líka :)
Mér finnst best að borða þetta eintómt og drekka appelsínusafa með en það er bara smekksatriði :)
1 dl. sólblómafræ
1 dl. graskersfræ
1 dl. sesamfræ
1 dl. hörfræ
1 dl. haframjöl
3 1/2 dl. heilhveiti
1 1/4 dl. olía (ég nota bragðlausa olíu (isio 4), þar sem ég vil láta bragðið af fræunum að njóta sín)
2 dl. vatn
2 tsk. maldon salt
Öllu blandað saman í skál og hrært þangað til allt er vel blandað saman. Setjið helminginn af deiginu á bökunarpappír og annan pappír yfir og fletjið út með kökukefli þangað til þunnt. Takið efri pappírinn af og skerið deigið í hæfilega stóra bita. Bakið í ofni við 200°C í 10-15 mín eða þangað til deigið er aðeins farið að taka á sig gullin lit (á að vera stökkt og gott). Endurtakið með hinn helminginn af deiginu.
Öll fræin og haframjölið.
Öllu blandað saman í skál og hrært vel saman.
Helmingurinn af deiginu á milli bökunarpappírs.
Búið að fletja deigið þunnt út og svo skorið áður en það er bakað.
Hrökkbrauðið tilbúið.
Mmmmm þetta langar mig í!
ReplyDeleteOG JEI ÞAÐ TÓKST HJÁ MÉR AÐ KOMMENTA!!!!
ReplyDeleteJeij :D
ReplyDeletemhmmm nammi, prófað þetta eftir vinnu í gær og þetta endaði sem meðlæti með kvöldmatnum!
ReplyDeleteTók síðan með mér í vinnuna til að eiga en þá fengu nokkrar að smakka og þeim fannst þetta rosalega gott og heimtuðu uppskrift :)
hafði reyndar gert svona áður en eftir annarri uppskrift sem mislukkaðist svo hrapalega en ákvað að gefa þessu séns og sé sko ekki efir því, þetta er komið á uppáhaldslistann!
já þetta er svo ofur einfalt að það er varla hægt að klúðra þessu :) en gott að heyra að þér finnst þetta gott :D
ReplyDelete