Friday, September 23, 2011

Banana muffins

Ég er alltaf að leita að hinum fullkomnu muffins, þessum sem eru dúnmjúkar, með smá "crispy" topp og ekki of sætar og ég held að ég hafi fundið það í þessum. Ég fann uppskriftina á netinu en eins og venjulega breytti ég smá, þannig að hér er mín uppskrift :)

Innihald: (12 muffins)

1 1/2 bolli   hveiti
1 tsk.          matarsódi
1 tsk.          lyftiduft
1/2 tsk.       salt
3/4 tsk.       kanill

3 stk.          bananar, stappaðir
3/4 bollar    sykur (150 gr.)
1 stk.          egg, létt pískað
75 gr.         smjör, brætt
1/4 tsk.       vanilludropar

70 gr.         púðursykur
2 msk.        hveiti
1/4 tsk.       kanill
15 gr.         smjör, við stofuhita

Hitið ofninn í 190°C

Blandið saman í stóra skál, hveiti, matarsóda, lyftiduft, salt og kanil. Í aðra minni skál hrærið vel saman egginu, sykri, bönunum, vanilludropum og bræddu smjörinu.
Hellið svo bananablöndunni í skálina með hveitinu og hrærið þangað til allt er blandað saman. 
Setjið svo deigið í muffins form, passar í 12 form hjá mér.

Blandið svo saman í litla skál, púðursykri, 2 matskeiðum hveiti, kanil og 15 gr. smjöri og blandið vel saman. 
Dreifið þessu svo yfir muffinsið.

Bakið í 18-20 mín við 190°C. 



                                                    Innihaldið
                                   Bananablöndunni hellt í hveitiblönduna
              Púðursykurblandan kominn á allar muffinsin og þær á leiðinni í ofninn
                                Æðislega góðar með ísköldu mjólkurglasi :)






2 comments: